Klappir

Powered by Klappir.com Loading your content...


Samantekt á ófjárhagslegum mælikvörðum Arion banka 2016

UM SAMANTEKTINA

Gögn og upplýsingar birtar í þessari samantekt gilda fyrir árið 2016 og tengjast meginstarfsemi Arion banka. Gögn frá árinu 2015 eru sett fram til samanburðar.


SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ARION BANKA

Á árinu 2016 var mótuð ný stefna um samfélagsábyrgð hjá Arion banka og helstu áhersluatriði skilgreind sem og hagsmunaaðilar. Nýja stefnan byggir á þeirri menningu sem skapast hefur innan bankans og því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum, m.a. í tengslum við fjármálafræðslu, nýsköpun og betri bankaþjónustu. Yfirskrift stefnunnar er Saman látum við góða hluti gerast. Nýja stefnan var samþykkt af stjórn og kynnt fyrir starfsfólki síðla árs 2016 auk þess sem fjölda verkefna í tengslum við samfélagsábyrgð var komið í farveg á árinu. 

Í lok árs 2016 varð Arion banki aðili að UN Global Compact, alþjóðlegri yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttökunni skuldbatt bankinn sig til að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna sem varða samfélagsábyrgð.

Í ársskýrslu bankans sem inniheldur sérstaka umhverfisskýrslu og þessa samantekt yfir aðra ófjárhagslega mælikvarða er horft til þeirra grundvallarmarkmiða sem fram koma í sáttmála UN Global Compact. Að auki er stuðst við nýleg viðmið sem Alþjóðasamtök kauphalla, World Federation of Exchanges, hafa sett fram fyrir skráð fyrirtæki á markaði. Þau viðmið miða flest að því að uppfylla ákveðna þætti Global Reporting Initative, alþjóðlegs staðals, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum tengdum samfélagsábyrgð á gagnsæjan hátt.

Nánar má lesa um samfélagsábyrgð Arion banka og helstu áherslur hér.MARKMIÐ ARION BANKA Í UMHVERFISMÁLUM
GRI-103-2

Upplýsingar um helstu verkefni, árangur og markmið Arion banka í umhverfismálum má nálgast í umhverfisskýrslu bankans 2016

MARKMIÐ ARION BANKA Í UMHVERFISMÁLUM

Arion banki leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar.

Umhverfismarkmið bankans eru að:

 • Flokka úrgang frá bankanum eins og hægt er hverju sinni
 • Fara sparlega með orku í starfsemi sinni
 • Nýta sér umhverfisvænar lausnir við prentun pappírs með nýrri tækni
 • Hvetja og styðja starfsfólk til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfi og heima fyrir
 • Velja umhverfisvæna vöru og/eða þjónustu við innkaup þar sem því verður við komið
 • Stefna að aukinni hlutdeild pappírslausra viðskipta
 • Draga úr sóun


UMHVERFISÁHRIF
GRI-307


Kjarnastarfsemi Arion banka snýst um að veita alhliða bankaþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga og fer þjónustan fram á 24 stöðum víðs vegar um landið og er þess eðlis að hún skapar ekki lagalega ábyrgð vegna umhverfisáhrifa. Arion banki leggur engu að síður áherslu á virðingu fyrir umhverfinu og að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif starfseminnar.

Ítarlega umfjöllun um umhverfisáhrif af starfsemi Arion banka má finna í umhverfisskýrslu bankans.


LAUNAHLUTFÖLL
 GRI 102-38

Starfskjarastefna Arion banka er samþykkt af stjórn

MANNAUÐUR

Meginsjónarmið varðandi kjör starfsfólks Arion banka er að bjóða á hverjum tíma samkeppnishæf laun til að bankinn geti laðað til sín og haldið í framúrskarandi starfsfólk. Jafnframt er markmið bankans að tryggja að störf hjá bankanum séu eftirsóknarverð í augum hæfra einstaklinga. Við mörkun starfskjarastefnu bankans skal haft að leiðarljósi að hún stuðli ekki að óeðlilegri áhættutöku heldur hvetji til þess að langtímasjónarmiða sé gætt og heilbrigður rekstur bankans tryggður. Starfskjarastefnan er liður í að gæta langtímahagsmuna eigenda bankans, starfsfólks, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila með skipulegum og gagnsæjum hætti.

Í samræmi við 79. gr. a. laga nr. 2/1995, um hlutafélög og reglur um góða stjórnarhætti samþykkir stjórn Arion banka starfskjarastefnu bankans, sem varðar laun og aðrar greiðslur til stjórnarmanna, bankastjóra, framkvæmdastjóra, regluvarðar og innri endurskoðanda. Starfskjarastefnan er endurskoðuð árlega og borin undir aðalfund til samþykktar eða synjunar.

Sjá nánari upplýsingar um starfskjarastefnu Arion banka.

LAUN EFTIR KYNI
GRI 405-2

Stefnt er á að launamunur verði 3% eða lægri árið 2017

Heildarlaun starfsmanna eftir kyni

Lýsing

2016

2015

Meðalfjöldi starfsfólks

 936

929,5 

Hlutfall kvenna

65%

66%

Hlutfall karla

35%

34%

Niðurstöður Jafnlaunavottunar

 3,7%

4,8%

 


STARFSMANNAVELTA
GRI-401-1 


Starfsmannavelta

Lýsing

2016

2015

Létu sjálfir af störfum

 5,4%

7,7% 

Sagt upp störfum

 7,8%

 2,2%

Hættu vegna aldurs

 0,7%

 0,9%

Starfsmannavelta

 13,8%

 10,8%

 


JAFNRÆÐI OG MARGBREYTILEIKI
GRI-405-1

Jafnvægi í kynjahlutföllum

Kynjahlutföll í stjórnunarstöðum

Lýsing

2016

2015

 

Konur

Karlar

Konur

Karlar

Allir stjórnendur

47%

53%

41%

59%

Stjórn

50%

50%

55%

45%

Framkvæmdastjórn

44%

56%

33%

67%

Svæðis- og útibússtjórar

50%

50%

39%

61%

Forstöðumenn

34%

66%

39%

61%

Þjónustustjórar með mannaforráð

93%

7%

-

-

Hóp- og liðsstjórar

44%

56%

50% 

50% 


Aldursdreifing er fremur jöfn. Meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár. Meðalstarfsaldur er 10,5 ár hjá bankanum en jafnframt er fjöldi starfsmanna sem hafa starfað hjá bankanum og forverum hans í mun lengri tíma, allt að 45 ár.

 

Aldursskipting starfsmanna %

Lýsing

2016

2015

Starfsmenn 55 ára og eldri

14%

15%

Starfsmenn milli 45-54

29%

27%

Starfsmenn milli 35-44

32%

33%

Starfsmenn milli 25-34

20%

21%

Starfsmenn 24 ára og yngri

5%

4%

 


HLUTFALL FASTRÁÐINNA STARFSMANNA
GRI 102-8


Hlutfall fastráðinna starfsmanna í %

Lýsing

2016

2015

Fastráðningar

 93%

95% 

Tímabundnar ráðningar

 7%

5% 

 


JAFNRÉTTI
 GRI-406

Arion banki hlaut fyrstur íslenskra banka Jafnlaunavottun VR árið 2015

Arion banki hefur sett sér skýra stefnu um að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks af báðum kynjum. Hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis er í andstöðu við jafnréttisstefnu bankans sem og jafnréttislög. Bankastjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan bankans en í hans umboði starfar jafnréttisnefnd skipuð fulltrúum starfsmanna.

Arion banki starfar eftir aðgerðaáætlun í jafnréttismálum. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum starfsfólks óháð kyni. Aðgerðaáætlunin var endurskoðuð á árinu 2016 og mælikvarðar uppfærðir. Áætlunin tekur til víðtækra þátta svo sem réttar til starfa, kjara, starfsþróunar og setu í nefndum og starfshópum. Verkefnum jafnréttisnefndar er skipt upp í átta efnisflokka: Launajafnrétti, jafnrétti í nefndum, laus störf, vinnuhópar, starfsþjálfun og endurmenntun, jafnréttisfræðsla, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, einelti og kynbundin/kynferðisleg áreitni.

Frá árinu 2014 hefur bankinn verið aðili að Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Jafnréttissáttmálinn er alþjóðleg yfirlýsing og samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtæki og stofnanir geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta, óháð landi og atvinnugrein, og snúa viðmiðin fyrst og fremst að kynjajafnrétti.

Arion banki hlaut Jafnlaunavottun VR árið 2015 og varð þar með fyrstur íslenskra banka til að hljóta þessa vottun og jafnframt stærsta fyrirtækið. Bankinn hefur þar með fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að hann sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85:2012. Kerfið mun tryggja að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum.

Til þess að tryggja eftirfylgni og stöðugar umbætur skuldbindur bankinn sig til að setja sér jafnlaunamarkmið og láta framkvæma launagreiningar, innri og ytri úttektir, rýna í niðurstöður úttekta og gera umbætur þegar þess er þörf.

Bankinn stóðst tvær úttektir á árinu 2016 sem felur í sér staðfestingu á að bankinn starfi í samræmi við jafnlaunastaðal. Útskýrður launamunur lækkaði á milli ára úr 4,8% í 3,7%. Markmið bankans er að launamunur verði 3% eða lægri á árinu 2017.HEILSA OG ÖRYGGI STARFSMANNA
GRI-403-2 

Öruggt starfsumhverfi

Veikindi og slys 

Lýsing

2016

2015

Slys á vinnustað og á leið til og frá vinnu 

 5

 5

Heilsumælikvarði

95,83%

-

Heilsumælikvarðinn sýnir viðveru starfsmanna að meðaltali þegar búið er að draga frá fjarveru vegna veikinda.HEILSUFAR STARFSFÓLKS
GRI-403/103-2

Áhersla á heilbrigt líferni starfsfólks

Arion banki leggur áherslu á að starfsmenn njóti öryggis og heilbrigðis í vinnuumhverfinu og vill bankinn leggja sitt af mörkum til velfarnaðar starfsfólks. Í mannauðsstefnu bankans eru starfsmenn hvattir til að rækta eigin heilsu og stunda heilbrigt líferni sem bankinn stuðlar að með margvíslegum hætti. Bankinn er reyklaus vinnustaður og notkun áfengis og annarra vímuefna við störf er óheimil.

Arion banki styður við heilsu starfsmanna með ýmsum hætti. Starfsmenn hafa m.a. aðgang að trúnaðarlæknaþjónustu, boðið er upp á heilsufarsskoðanir sem og flensusprautu. Til að tryggja öryggi og heilbrigði í vinnuumhverfinu eru gerðar vinnustaðaúttektir með reglulegu millibili.

Arion banki er með virka samgöngustefnu sem stuðlar að því að starfsfólk noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Með vistvænum samgöngum er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast til og frá vinnu í einkabílum, s.s. að ganga, hjóla, fá far með öðrum eða ferðast með almenningssamgöngum.

 


BARNA- OG NAUÐUNGARVINNA
 GRI-408/409/103-2


Réttindi starfsfólks eru virt í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar. Engin börn starfa hjá Arion banka. 


MANNRÉTTINDI
GRI-102-16/103-2/412-2

Arion banki virðir mannréttindi í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar

Arion banki virðir mannréttindi í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar. Arion banki hefur sett sér skýra stefnu um að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks af báðum kynjum. Hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis er í andstöðu við jafnréttisstefnu bankans sem og jafnréttislög. 

Í lok árs 2016 varð Arion banki aðili að UN Global Compact, alþjóðlegri yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttökunni skuldbatt bankinn sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna sem varða samfélagsábyrgð.


MANNRÉTTINDABROT
 GRI-103-2/412-1


Arion banki hefur það að leiðarljósi að mannréttindi séu virt og bankinn hefur ekki orðið uppvís að mannréttindabrotum. 

SAMSETNING STJÓRNAR
GRI-102-22

Jafnt kynjahlutfall í stjórn 

STJÓRNARHÆTTIR

Fjöldi og samsetnig stjórnar

Lýsing

2016

2015

Konur

 4

Karlar

4

Samtals fjöldi stjórnarmanna

Þar af óháðir stjórnarmenn

Upplýsingar um starfsskyldur bankastjóra má finna í stjórnarháttayfirlýsingu Arion banka

Aðgreining valds

Bankastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri bankans og stýrir bankanum ásamt framkvæmdastjórn í samræmi við stefnu stjórnar. Bankastjóri veitir stjórn skýrslur um rekstur og fjárhag bankans og öll mikilvæg atriði sem geta haft áhrif á rekstur og efnahag bankans. Um ábyrgð og skyldur bankastjóra er að öðru leyti vísað til VII. kafla laga um fjármálafyrirtæki, og IX. kafla laga um hlutafélög. Starfsskyldur bankastjóra og ábyrgð hans taka mið af því lagaumhverfi sem um bankann gildir á hverjum tíma og þeim reglum sem stjórn bankans kann að setja. Starfskjarastefnan er endurskoðuð árlega og borin undir aðalfund til samþykktar eða synjunar.

Sjá nánar í stjórnarháttayfirlýsingu Arion banka. 
Gagnsæi ákvarðana

Upplýsingar um atkvæðagreiðslur stjórnarmanna eru ekki birtar opinberlega. Niðurstöður atkvæðagreiðslna eru bókaðar í fundargerðir sem eru aðgengilegar eftirlitsaðilum, óski þeir eftir þeim upplýsingum.Stuðningur við samfélagið

Upplýsingar um stefnu bankans á sviði samfélagsábyrgðar, helstu áhersluatriði og verkefni má finna hér.VINNURÉTTUR
GRI-102-41

99,8% starfsfólks tilheyra stéttarfélagi

99,8% starfsfólks Arion banka tilheyra stéttarfélagi. Arion banki leggur áherslu á að allt starfsfólk njóti þeirra réttinda sem stéttarfélög veita.BIRGJAMAT
 GRI-308/414

Birgjamati er reglulega fylgt eftir með frammistöðumati

Í birgjamati bankans er tekið á þáttum eins og fjármálum birgja, öryggismálum, gæðamálum og hugbúnaðarferli. Matinu er reglulega fylgt eftir með frammistöðumati.

Á árinu 2017 verður nýtt birgjamat innleitt fyrir bankann sem mun einnig taka mið af umhverfis- og samfélagslegum áhrifum birgjanna.SIÐAREGLUR

Hornsteinar Arion banka og siðareglur stuðla að ábyrgri ákvarðanatöku

Hornsteinar Arion banka eru heiti yfir gildi bankans. Hornsteinarnir eiga að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku og í öllu sem starfsfólk bankans gerir og segir. Þeir koma inn á hlutverk, hugarfar og hegðun. Hornsteinar Arion banka eru gerum gagn, látum verkin tala og komum hreint fram.

Arion banki leggur ríka áherslu á siðferðisleg gildi í starfsemi sinni og er meðvitaður um þá staðreynd að starfsemi hans hefur áhrif á ólíka hagsmunaaðila og samfélagið í heild sinni. Siðareglum er ætlað að stuðla að ábyrgri ákvarðanatöku og gilda jafnt um stjórn bankans, stjórnendur og annað starfsfólk. Það er á ábyrgð bankastjóra að tryggja að þeim sé fylgt. Siðareglurnar eru samþykktar af stjórn bankans og skulu endurskoðaðar reglulega, a.m.k. árlega.

Sjá nánar um siðareglur Arion banka.AÐGERÐIR GEGN SPILLINGU OG MÚTUM
GRI-102-17/205-1/2

Rík áhersla á að fyrirbyggja fjármunabrot

Arion banki leggur ríka áherslu á að fyrirbyggja fjármunabrot og þau skaðlegu áhrif sem þau geta haft á viðskiptavini, rekstur bankans og samfélag okkar. Í þessum tilgangi veitir bankinn starfsfólki viðeigandi þjálfun og fræðslu, viðhefur skilvirkt eftirlit og á gott samstarf við löggæsluyfirvöld. Bankinn er einnig meðvitaður um hættu á hagsmunaárekstrum sem óhjákvæmilega fylgir starfseminni og hefur gripið til sérstakra ráðstafana til að fyrirbyggja að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina.

Bankinn leggur sérstaka áherslu á aðgerðir til að fyrirbyggja:

 • Peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og brot gegn viðskiptaþvingunum
 • Hagsmunaárekstra
 • Markaðsmisnotkun og innherjasvik
 • Sviksemi og spillingu

Nánari upplýsingar má finna hér.

Gagnsæi skatta og gjalda

Arion banki gerir grein fyrir fjárhagslegri afkomu á grundvelli laga um ársreikninga og IFRS. Upplýsingar um skattgreiðslur og önnur gjöld sem bankinn greiðir eru birtar hér.
Gerð er grein fyrir samfélagslegsábyrgð Arion banka í ársskýrslunni 2016 

UPPLÝSINGAGJÖF UM SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Starfsfólk Arion banka leggur áherslu á að samfélagsábyrgð sé hluti af daglegri starfsemi bankans, ákvarðanatöku og ferlum. Í stað þess að útbúa sérstaka skýrslu um samfélagsábyrgð Arion banka er fjallað um málefnið í ársskýrslu bankans. Þar er meðal annars að finna sérstaka umhverfisskýrslu fyrir árið 2016 ásamt þessari samantekt um ófjárhagslegar upplýsingar bankans.


ENDURSKOÐUN OG ÁREIÐANLEIKI GAGNA  
GRI-102-56

Umhverfisskýrslan og samantekt um ófjárhagslegar upplýsingar fyrir árið 2016 voru unnar í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Klappir. Klappir sérhæfa sig í ráðgjöf og tæknilegum vef- og viðskiptalausnum fyrir þætti sem falla undir samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri skipulagsheilda. Slík aðstoð frá þriðja aðila tryggir betur áreiðanleika og gæði þeirra gagna sem sett eru fram.