Klappir

Powered by Klappir.com Loading your content...

SAMFÉLAGSSKÝRSLA 2016

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ KLAPPA


Klappir hafa frá stofnun haft það markmiði að vera þátttakendur og aflvaki umbreytinga í umhverfismálum.  Við viljum gera öllum aðilum samfélagins svo sem fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum auðveldara að skilja eigið álag á umhverfi sitt, marka sér stefnu til úrbóta og vinna að því að lágmarka eigið vistspor. Við gerum þetta með eftirfarandi hætti:

 • Tökum virkan þátt í allri opinberri og sértækri umræðu um umhverfismál
 • Þróum hugbúnað sem er aðgengilegur fyrir alla
 • Byggjum upp traust langtímasamband við hagaðila
 • Höldum námskeið til að auka þekkingu og skilning á umhverfismálum
 • Vinnum að því að lágmarka eigið vistspor


MARKMIÐ KLAPPA Í UMHVERFISMÁLUM

Við leitumst við að lágmarka neikvæð áhrif starfseminnar.


Umhverfismarkmið okkar eru eftirfarandi:


 • Flokka úrgang frá starfseminni 
 • Fara sparlega með orku í starfseminni
 • Prenta eins lítið út og hægt er
 • Hvetja og styðja starfsfólk í að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfi og heima fyrir
 • Velja umhverfisvænar vörur þar sem því verður við komið
 • Versla við birgja sem vinna í sínum umhverfismálum og bjóða umhverfisvænar vörur
 • Nota rafbíl og aðra umhverfisvæna bíla þar sem því verður við komið, til viðskiptavina innan borgarinnar
 • Draga úr matarsóun

Klappir hafa umhverfismál að leiðarljósi í allri starfsemi sinni og má segja að umhverfissjónarmið séu samþætt allri kjarnastarfseminni. Markmið okkar er að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með því að lágmarka öll umhverfisáhrif frá starfseminni og ákvörðunum í tengslum við starfsemina. Fyrirtækið aðstoðar aðra við að lágmarka umhverfisáhrif og hafa jákvæð áhrif á nær- og fjærumhverfi sitt.

Ísland er aðili að ýmsum alþjóðlegum sáttmálum og samningum um umhverfismál sem fela í sér kröfur til lögaðila, en umhverfisábyrgð er ein af mikilvægustu forsendunum fyrir lífi og sjálfbæru samfélagi.


SAMFÉLAGSSKÝRSLA KLAPPA

Samfélagsskýrsla þessi var unnin með aðstoð hugbúnaðar sem Klappir hafa þróað. Skýrslan heldur utan um og endurspeglar ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út í mars 2017. Þær leiðbeiningar eru byggðar á ráðleggingum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, samtökum um sjálbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginreglur (Principles, P1-10) alþjóða sáttmála Sameinuðu þjóðanna (United Nation Global Compact, UNGC).

Hér að neðan eru þrír flokkar samfélagslegrar ábyrgðar með undirþáttum samkvæmt ESG leiðbeiningum Nasdaq:


TÍMABIL SKÝRSLU 

Upplýsingar sem fram koma í þessari skýrslu ná til tímabilsins 1. janúar 2016 til 31. desember 2016. Þar sem um grunnár skýrslunnar er að ræða, er einungis hægt að meta umfang, stöðu og möguleg áhrif kjarnastarfseminnar, í tengslum við umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnahætti. Á grundvelli þessarar skýrslu skapast hins vegar grundvöllur til viðmiðunar til að meta þróun þessara mála á komandi árum. 

ÁHÆTTA OG TÆKIFÆRI

GRI 102-15

ÁHERSLUR SEM MÆTA HELSTU ÁHÆTTUÞÁTTUM OG SKAPA TÆKIFÆRI

Starfsemi Klappa skapar ekki umhverfisábyrgð samkvæmt lögum. Kjarnastarfsemi fyrirtækisins snýst um að hjálpa rekstraraðilum að mæta eigin umhverfisábyrgð. Í því felast tækifæri til þróunar og nýsköpunar sem nýst getur á alþjóðamörkuðum.

STARFSEMI FÉLAGSINS

GRI 102-1,3,4,5,7

HELSTU ÁHERSLUR Í STARFSEMI KLAPPA

Klappir grænar lausnir hf. (Klappir) er fyrirtækjasamstæða sem þróar, selur og innleiðir hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála. Fyrirtækjasamstæðan samanstendur af Ark Technology ehf., DataDrive ehf. og Ark Technology ltd.(London).


Aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa gera fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og upplýsa um árangur á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Áhersla er á auðveldan aðgang og rekjanleika.


Kjarnastarfsemi Klappa er:

 • Þróun hugbúnaðar fyrir gagnasöfnun, greiningu og miðlun á umhverfisupplýsingum fyrir fyrirtæki í öllum greinum atvinnulífsins, sveitarfélög og stjórnvöld
 • Hugbúnaður sem styður við lögfylgni fyrirtækja gagnvart alþjóðlegum lögum
 • Sala og uppsetning á búnaði (hugbúnaður og tæki) til að halda utan um rekstur bíla, stýra flota bíla og verkstýra bílaflota 
 • Hugbúnaður til að halda utan um sjálfbærniskýrslur
 • Námskeiðahald fyrir viðskiptavini
 • Geymsla á gögnum viðskiptavina


Lausnirnar eru samþættar og eru því öflugt tæki fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld til að vinna stefnumótun og setja sér markmið í umhverfismálum, fylgja markmiðunum eftir og gera heildstæð umhverfisuppgjör. Með gagnagreiningarhluta hugbúnaðarins er hægt að ná utan um rekstarkostnað rekstrareininga og ná niður kostnaði við rekstur einstakra eininga með markvissum hætti.

"

SKIPULAG STARFA

GRI 102-2,  GRI 102-7,8

Fyrirtækinu er skipt upp í 5 teymi eða svið:

 • Hugbúnaðar- og vélbúnaðarsvið
 • Gagnagrunns- og greiningarsvið
 • Ráðgjafar- og innleiðingarsvið
 • Viðskiptaþróunar- og sölusvið
 • Rekstrar- og fjármálasvið

Á síðari hluta ársins 2016 var sett af stað þróunarverkefni innan Klappa sem gengur út á byggja upp hugbúnað til greiningar á samfélagslegri ábyrgð rekstraraðila og rafvæðingar samfélagsskýrslna. Þetta mun auðvelda rekstraraðilum að uppfylla lagaskyldu um ófjárhagslega upplýsingagjöf.

Klappir vilja bjóða á hverjum tíma samkeppnishæf laun, gott vinnuumhverfi og skýr og aðlaðandi fararheit til að geta laðað til sín öflugt, hæft og jákvætt starfsfólk sem hefur vilja til að vinna af krafti að viðfangsefnum fyrirtækisins og með viðskiptavinum þess.

VIÐSKIPTAVINIR OG VIRÐISKEÐJAN

GRI 102-9

Viðskiptavinir Klappa koma úr öllum greinum atvinnulífs og öllum stigum stjórnsýslu. Við leggjum áherslu á að veita öllum viðskiptavinum okkar góða þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Við tengjum viðskiptavini okkar saman þannig að þeir geti stutt hver við annan í umhverfismálum. Aðilar geta miðlað gögnum og upplýsingum með sjálfvirkum hætti til annarra fyrirtækja í eigin virðiskeðju og tekið á móti upplýsingum um umhverfisálag vegna þjónustu.


 

Myndin sýnir flokka viðskiptavina eftir atvinnugreinum og net nokkurra viðskiptavina Klappa.

KOLEFNISUPPGJÖR

E1 |  GRI 305-1,2,3,5 | UNGC

Losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum COígilda

Lýsing

2016

2015

Umfang 1

0,50

0,50

Umfang 2

4,06

4,09

Umfang 3

0,03

0,03

Samtals losun ghg lofttegunda

(tonn CO2 ígilda) 

4,59

4,62

Kolefnisbinding

0,00

0,00

Kolefnisjöfnun

0,00

0,00

Kolefnisspor

(tonn CO2 ígilda)

4,59

4,62

KOLEFNISVÍSAR

E1 |  GRI 305-1,2,3,5 | UNGC


Kolefnisvísar

Lýsing

2016

2015

Heildar velta í milljónum króna

123

63

Fjöldi ársverka

12

10

Stærð húsnæðis í rúmmetrum

488

441

Kolefnisvísir kg CO2.í / velta

27

14

Kolefnisvísir í kg  CO2 í / starfsfólk

383

462

Kolefnisvísir kg CO2 í /m3 húsnæði

9,4

10,5

 

BEIN OG ÓBEIN ORKUNOTKUN

E3  |  GRI 302-1  |  UNGC

Bein og óbein orkunotkun

Lýsing

2016

2015

Raforka (kWst)

22.465

24.648

Hitaveita (kWst)

  1.002

1.003

Eldsneyti (kWst)

1.955

1.955

Samtals

25.422 

27.606


Tölur um raforkunotkun og hitaveitu eru fengnar frá leigusala Klappa, fasteignafélaginu Eik, en um er að ræða áætlun um notkun miðað við rúmmetra.


Klappir hefur haft afnot af díselbíl í ferðum til viðskiptavina en notkunin hefur ekki verið skráð. Klappir hyggst festa kaup á tvinnbíl á árinu 2017 fyrir starfsmenn að nota í ferðum til viðskiptavina bæði innanbæjar og utan. Eldsneytisnotkun þess bíls verður skráð sem og eldsneytisnotkun ofangreinds díselbíls sem fyrirtækið hefur haft afnot af á árunum 2015 og 2016.

ORKUVÍSIR

E4  |  GRI 302-3-a  |  UNGC

Orkunotkun í hlutfalli við stærð húsnæðis og fjölda starfsmanna 

Lýsing

2016

2015

Stærð eigin húsnæðis í m3

488

441

Fjöldi ársverka 

12

10

Orkunotkun á rúmmetra (kWh/ m3 )

52

63

Orkunotkun á starfsmann (kWh/stm.)

2,18

 2,76


Fjöldi ársverka telur fjölda fastráðinna starfsmanna. Vegna eðli starfseminnar er stór hluti starfsmanna verktakar, sem reikna má með að fylli 3 stöðugildi. Ekki er tekið tillit til verktaka eða annara tímabundinna starfsmanna í ofangreindum útreikningi.

HELSTU ORKUGJAFAR

E5  |  GRI 302-3-c  |  UNGC

Tegund og magn orku sem skipulagsheildin notar

Lýsing

2016

2015

Raforka (kWst)

22.465

24.648

Hitaveita (kWst)

  1.002

1.003

Eldsneyti (kWst)

1.955

1.955

Samtals

25.422

27.606

ENDURNÝJANLEG ORKA

E6  |  GRI 302-1-b  |  UNGC P7, P8, P9

Uppruni raforku

Lýsing

2016

2015

Endurnýjanleg orka

71%

71%

Kjarnorka

12%

12%

Jarðefnaeldsneyti

17%

17%

Samtals

100%

100%


VATNSNOTKUN

E7  |  GRI 303-1,3-a  |  UNGC

 Notkun á neysluvatni í m3

Lýsing

2016

2015

Kaldavatnsnotkun (m3)

840

700

Kaldavatnsvísir (m3/starfsmann.)

70

70


Engar mælingar var unnt að gera á notkun fyrirtækisins á köldu vatni og eru tölurnar í töflunni því áætlaðar.

ÚRGANGUR

E8  |  GRI 306-2  |  UNGC P7, P8

Yfirlit yfir heildarmagn úrgangs í kg.

Lýsing

2016

2015

 Flokkaður úrgangur

432

ekki mælt

Óflokkaður úrgangur (urðun)

192

ekki mælt

Heildarmagn úrgangs

624

ekki mælt

Kolefnisspor (t CO2 í)

0,03

ekki mælt


Klappir hafa frá því í byrjun ágúst 2016 flokkað og vigtað allt sorp sem kemur frá starfseminni. Á árinu 2016 var því flokkað í 140 virka daga. Þar sem flokkun og mælingar hófust ekki fyrr en 9. ágúst er áætlað út frá meðalúrgangi á mánuði fyrir jan. - júlí.

Klappir hafði frumkvæði að snyrtingu og málun sorpgeymslu hússins og skýrar leiðbeiningar settar upp á veggi í geymslunni. Íslenska gámafélagið hirðir úrgang frá húsinu, ráðgjafi frá þeim kom og ráðlagði leigjendum í húsinu um flokkun. Samleigjendur í húsinu (einungis skrifstofur) voru hvattir til að flokka úrgang og setja í viðeigandi gáma og tunnur. Klappir leigja tunnu undir lífrænan úrgang og bjóða samleigjendum í húsinu að nýta þá tunnu þeim að kostnaðarlausu.  Flokkað er í plast, pappír, lífrænan úrgang, kaffikorg, rafhlöður og ljósaperur, málma/gler, flöskur og dósir og óflokkað. Skýrar merkingar eru á veggjum og flokkunarílátum.  Klappir leggja áherslu á að standa sig vel hvað varðar flokkun sorps en er ekki kunnugt um hvað verður um sorpið hjá Íslenska Gámafélaginu, t.d. hvað fer í urðun af því sem við teljum að fari í endurvinnslu.

UMHVERFISSTEFNA

E9  |  GRI 102-34/103-2  |  UNGC

ÁHERSLUR Í UMHVERFISMÁLUM KLAPPA


 • Við leggjum áherslu á að uppfylla allt sem farið er fram á í lögum nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð og viljum vera brautryðjendur fyrir aðra á sömu vegferð.
 • Við sköpum grundvöll fyrir gagnsæi upplýsinga og bjóðum upp á tæknilegar lausnir til að einfalda eftirlit með mengandi þáttum í starfsemi fyrirtækja og stofnana.
 • Við gerum viðskiptavinum kleift að takast á við áhrif sem starfsemin og ákvarðanir tengdar henni hafa, bæði í nær og fjær samfélagi.
 • Við styðjumst við alþjóðlega viðurkennda ferla og aðferðafræði til að hjálpa viðskiptavinum að greina meta og draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif.

UMHVERFISÁHRIF

E10  |  GRI  307/103-1  |  UNGC

UMHVERFISÁHRIF KLAPPA

Starfsemi Klappa fellur ekki undir lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð en kjarnastarfsemi fyrirtækisins snýst um að aðstoða rekstaraðila sem falla undir lögin að mæta sinni ábyrgð á fullnægjandi hátt.  Einnig að aðstoða rekstraraðila sem munu á komandi árum falla undir slík lög.


Kjarnastarfsemi Klappa snýst um að hjálpa viðskiptavinum að mæta kröfum laganna og draga úr umhverfisáhrifum. Með þeirri aðstoð taka Klappir beinan þátt í að stuðla að því að Ísland nái þeim markmiðum sem sett hafa verið um minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundum.


LAUNAHLUTFÖLL

S1  |  GRI 405-2/102-38  |  UNGC

Klappir kappkosta á hverjum tíma að bjóða samkeppnishæf laun og laða til sín traust og öflugt starfsfólk.


Starfskjarastefna Klappa er í vinnslu og tekur hún mið af langtímasjónarmiðum um heilbrigðan rekstur fyrirtækisins hvað varðar laun og aðrar greiðslur til stjórnarmanna, stjórnenda, regluvarðar og innri endurskoðenda. Markmið Klappa er að endurskoða starfskjarastefnuna árlega. 

LAUN EFTIR KYNI

S2  |  GRI 405-2  |  UNGC

Heildarlaun starfsmanna eftir kyni